Gunnar Steinn Jónsson. 2016. Flokkun þörungasamfélaga í ám undir álagi Mælingar á umhverfisgæðum í nokkrum ám á Suður- og Vesturlandi. RORUM 2015 005.

Í skýrslunni eru  niðurstöður tilraunaverkefnis þar sem samfélög kísilþörunga eru notuð til þess að meta ástand eða gæði vatns.  Aðferðin sýndi sig að vera næm í ám með þekkta álagsþætti, t.d. beina losun frá þéttbýli og óbeina og fjölbreytta losun í dreifbýli.  Niðurstöðurnar sýndu ekki leitni milli gæðagilda flokkunarinnar og stærðar landbúnaðarlands samkvæmt CORINE landflokkunarkerfinu. Það kann að skýrast af því að allt landbúnaðarland er undir í kerfinu og það er því veikur mælikvarði fyrir losun frá ræktuðu og ábornu landi. Aðferðin virðist henta vel til að meta áhrif af álagi í nágrenni við þéttbýl svæði og til eftirlits með losun (mengun). 

 http://rorum.is/files/skra/3/