Eva Guðný Þorvaldsdóttir BS Cand. Agro
Grasafræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.
Heimilsfang: Sundaborg 1, 104 Reykjavík, sími: 894 5903, netfang: egth@rorum.is
Eva G. Þorvaldsdóttir (f. 1954) lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1981, og Cand. Agro. í garðyrkjuvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1990.
Eva var forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur 2000-2011, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands 1997-2000 og endurmenntunar- og fagdeildarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins 1990-1997.
Á árunum 1981-1984 vann Eva rannsókn á flóru og gróðurfari á Reykjanesfólkvangi fyrir stjórn fólkvangsins og á Náttúrufræðistofnun starfaði hún við gróðurkortagerð. Í Grasagarðinum hafði Eva yfirumsjón með öllum plöntusöfnum, þar á meðal safni af plöntum úr Flóru Íslands og í tenglum við það tók hún þátt í rannsókn á útbreiðslu íslenskra háplantna sem eru á válista. Sumrin 2012-2013 starfaði Eva tímabundið hjá Náttúrfræðistofu Kópavogs sem sérfræðingur í verkefninu ”Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur".