Flokkun landbúnaðarlands

Ísland er landbúnaðarland og eru sveitarfélög landsins mörg hver að stórum hluta landbúnaðarland af mismunandi gerð og gæðum. Nýverið voru gefnar út Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar. Eru leiðbeiningarnar samstarfsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skipulagsstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tilgangur leiðbeininganna er að stuðla að því að kortlagning á landbúnaðarlandi verði samræmd milli sveitarfélaga. Þannig verða til áreiðanlegri upplýsingar þvert á sveitarfélög og seinna mun fást samræmt yfirlit á landsvísu.

Sú aðferð sem leiðbeiningarnar leggja til byggir á því að flokka landbúnaðarland í landupplýsingakerfum. Hún er í grunninn stýrð fjölbreytugreining þar sem margar þekjur eru lagðar saman til að fá eina grunnþekju sem unnið er betur úr þar flokkun landbúnaðarlands er lokið. Á mynd hér að neðan má sjá ferlið myndrænt og hvert skref fyrir sig.

Hjá RORUM starfar fólk með mikla reynslu af landupplýsingaforritum, fjölbreytugreiningum og kortlagningu.

Flokkun landbúnaðarlands er eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem RORUM getur unnið fyrir sveitarfélög og aðra aðila. RORUM annast vinnuna frá upphafi til enda og skilar af sér skýrum kortum og greinargerð og hægt er að gera landbúnaðarflokkunina aðgengilega í vefsjá, sem kort í hárri upplausn og fleira enda er miðlun niðurstaðna afar mikilvæg.