Fiskeldi


RORUM er þátttakandi í verkefninu Ecost sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefninu er stýrt af IRIS og unnið í samvinnu við Greig seafood, ISPRA, CNR, ISMAR og RORUM. 

Verkefnið var með veggspjald á ráðstefnunni Havbruk í Osló undir nafniu: "Hagnýting á greiningum vistfræðilegs fótspors: Beiting á huglægum líkönum og ferilsþróun."

 

 


Þorleifur Eiríksson við sýnatöku
Þorleifur Eiríksson við sýnatöku
1 af 3

Markmið verkefnisins er að kanna hvort sömu breytingar, ef einhverjar, hafa orðið á botndýralífi utan og innan brúarinnar í Dýrafirði.  


20.-21. Mars síðastliðin var haldin ráðstefna um Strandbúnað í annað skipti. 

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Þorleifur Eiríksson frá RORUM var í stórn Strandbúnaðar sem sá um að skipuleggja ráðstefnuna og var síðan kostin stjórnarformaður á meðfulgjandi stjórnarfund. 

Tveir starfsmenn RORUM voru með fyrirlestra á Ráðstefnuni:

Anna Guðrún Edvardsdóttir fjallaði um: "Heildræn áhrif fiskeldis - umhverfi, efnahagur, samfélag og menning."

Eva Dögg Jóhannesdóttir fjallaði um: "Tíðni og þéttni lúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum."

Einnig var Þorleifur Eiríksson var Málsstofustjóri í málstofunni: "Heilbrigði í strandbúnaði - verk og vitundarvakning"


Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis ákvað 11. Febrúar 2016 að styrkja verkefnið „Umhverfisvænt fiskeldi sem leið til aukinnar framlegðar“, sem tilkynnt var með bréfi dags, 18. febrúar 2016.