Sjálfbær nýting á þangi Ísafjarðardjúps.

Þang er verðmæt afurð sem er vannýtt hér á landi. Strandlengja Ísafjarðardjúps er löng og með mikla þangþekju og gæti því hentað fyrir þangskurð. Í verkefninu verða gerðar  uppskerumælingar á þangi úr Ísafjarðardjúpi svæðinu í samstarfi við bændur og landeigendur. Aðallega verður horft til bóluþangs (Fucus vesiculosus) og skúfaþangs (F. distichus), en einnig horft til annarra tegunda, svo sem klapparþangs (F. spiralis) og klóþangs (Ascohphylum nodosum).