Botndýragreiningar Rorum

23. desember 2021 eftir

Botndýragreiningar eru eitt af sérfræðisviðum RORUM. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af greiningu á botndýrum. Botndýr í þessu samhengi eru hryggleysingjar og til þeirra teljast m.a. burstaormar, skeldýr og krabbadýr. 

Til að geta greint og talið botndýr þarf fyrst að fara út á sjó og taka botnsýni sem gert er með sérstakri greip. Það sem upp kemur í greipinni er sett í stórar plastfötur, 5-10% formalíni hellt á og einni skeið af bóraxi bætt við til að kalk leystist ekki upp. Formalíni ver hellt af eftir 2-3 daga og 80 % alkóhól sett í staðinn. Því næst eru sýnin voru sigtuð í rennandi vatni með 0,5 mm sigti. Ef sýnið er stórt er því skipt niður í hæfileg hlutsýni.

Loks eru sýnin greind í víðsjá, tegundir skilgreindar og fjöldi einstakligna talinn. Niðurstöður eru settar fram í skýrslum, eins líka má skoða hér

Fyrir þá sem ekki eru líffræðingar getur þó verið gaman að sjá myndir eða velta fyrir sér tegundaheitum á íslensku, svo sem roðamaðki, svarttanna, farburstaormar, leirulaufi, pungrækja, nikkubendinn og flækjubendill.