RORUM


RORUM stendur fyrir rannsóknir og ráðgjöf í umhverfismálum. Meginmarkmið félagsins eru rannsóknir og aðrar athuganir á sviði í grasafræði, dýrafræði og vistfræði og að veita ráðgjöf í umhverfismálum almennt. Jafnframt er ráðgjöf í byggðamálum mikilvægur hluti af starfseminni.

Stjórnendur fyirtækisins og samstarfsaðilar hafa áratuga reynsla af þessum málaflokkum.

Rorum byggir ekki starfsemi sína á fastráðnum sérfræðingum í fullu starfi heldur samstarfsaðilum sem koma að verkefnum fyrirtækisins sem lausráðnir verkefnastjórar eða sérfræðingar og þannig getur fyrirtækið unnið á mjög víðu sviði líffræði, jarðfræði og umhverfis- og byggðamála..