Starfsmenn


Adam Hoffritz
Adam Hoffritz

Sérfræðingur í kortagerð og landupplýsingakerfum.

Heimilisfang: Kirkjuteigur 18, 105 Reykjavík. Sími: 693-7992. E-mail: ah@rorum.is

Adam Hoffritz lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2012 og stundar nú nám við umhverfis- og auðlindafræði við sama háskóla.

Hann hefur sérhæft sig í kortagerð og landupplýsingakerfum og vann fyrir verkefnisstjórn og faghópa Rammaáætlunar. Þar sá hann um fjölbreytta kortagerð og hélt utan um landupplýsingagögn Rammaáætlunar. Einnig hefur hann unnið í rannsóknum á landslagi og víðernum fyrir Háskóla Íslands þar sem markmiðið hefur verið að kortleggja landslag og víðerni svo það nýtist í skipulag og við mat á verðmætum landssvæða.


Nánar

Menntunarfræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilisfang: Brynjólfsgata 5, 107, Reykjavík, sími: 864 0332, netfang: age@rorum.is

Anna Guðrún Edvardsdóttir (f. 1960) lauk B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1987, M.ed prófi í stjórnun menntastofnana frá sama skóla 2002 og Phd prófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Anna Guðrún hefur unnið sem kennari og skólastjórnandi um árabil á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi auk kennslu í fullorðinsfræðslu. Þá vann Anna Guðrún sem verkefnastjóri þróunardeildar Náttúrustofu Vestfjarða, verkefnastjóri í fullorðinsfræðslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verkefnastjóri rannsókna við Háskólasetur Vestfjarða á árunum 2004-2011.

Anna Guðrún hefur töluverða reynslu af sveitarstjórnarmálum og sat í bæjarstjórn Bolungarvíkur um árabil, var formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar um tíma. Á árunum 2006-2010 var Anna Guðrún formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, formaður stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða og nefndarmaður og formaður stjórnar Atvinnufélags Vestfjarða.

Á árunum 2011-2016 vann Anna Guðrún að doktorsritgerð sinn en í henni er fjallað um samspil þekkingarsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi. Skoðað var hvernig þekkingarsamfélagið hefur áhrif á seiglu og sjálfbærni dreifðra samfélaga og hvernig það getur hafa áhrif á stöðu og athafnarými íbúa, sérstaklega háskólamenntaðra kvenna.


Nánar

Líffræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, tel: 866 7780, netfang: edj@rorum.is

Eva Dögg Jóhannesdóttir (f. 1982) lauk BS prófi í líffræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2010 og vinnur nú að meistaraverkefni sínu hjá Háskólanum á Hólum sem fjallar um lúsasmit á villtum laxfiskum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Eva hefur unnið við umhverfisrannsóknir síðan árið 2011 en hún starfaði sem stöðvarstjóri starfsstöðvar Náttúrustofu Vestfjarða á sunnanverðum Vestfjörðum árin 2011-2015.

Eva sá um skipulagningu rannsókna og annara verkefna og fór með verkefnastjórnun í fjölda verkefna. Verkefnin snérust að mestu um uppsöfnun lífrænna efna frá fiskeldi en einnig var þó nokkuð um fuglaathuganir.


Nánar

Grasafræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang:  Brynjólfsgötu 5, 107 Reykjavík, sími: 894 5903, netfang: egth@rorum.is

Eva G. Þorvaldsdóttir (f. 1954) lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1981,  og Cand. Agro. í garðyrkjuvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1990.

Eva var forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur 2000-2011, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands 1997-2000 og endurmenntunar- og fagdeildarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins 1990-1997.

Á árunum 1981-1984 vann Eva rannsókn á flóru og gróðurfari á Reykjanesfólkvangi fyrir stjórn fólkvangsins og á Náttúrufræðistofnun starfaði hún við gróðurkortagerð. Í Grasagarðinum hafði Eva yfirumsjón með öllum plöntusöfnum, þar á meðal safni af plöntum úr Flóru Íslands og í tenglum við það tók hún þátt í rannsókn á útbreiðslu íslenskra háplantna sem eru á válista. Sumrin 2012-2013 starfaði Eva tímabundið hjá Náttúrfræðistofu Kópavogs sem sérfræðingur í verkefninu ”Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur".

 

 


Guðmundur Víðir Helgason
Guðmundur Víðir Helgason

Dýrafræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, tel: 849 2416, e-mail: gvh@rorum.is

Guðmundur Víðir Helgason (f. 1956) lauk BSc prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1979, B.Sc. fjórða  árs námi frá Háskóla Íslands 1982, MSc námi frá Háskólanum í Gautaborg 1985 með áherslu á flokkun liðorma. Vann á Líffræðistofnun Háskólans frá 1985 til 2014 við rannsóknir aðalega í fjörum og á sjávarbotni.

Guðmundur var einn af verkefnastjórum rannsóknaverkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE) 1992-2013 og var forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar í Sandgerði frá 1992 til lokunar hennar  2013.

Guðmundur hefur í rannsóknum sínum að mestu rannsakað flokkun burstaorma  og stöðu þeirra í botndýrasamfélögum við Ísland m.a. til að meta áhrif lífrænnar mengunar á dýrasamfélög.


Nánar

Gunnar Steinn Jónsson
Gunnar Steinn Jónsson

Þörungafræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, sími: 694 9997, netfang: gsj@rorum.is.

Gunnar Steinn Jónsson (f. 1951) lauk BSc prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975, B.Sc. fjórða árs námsgráðu frá Háskóla Íslands árið 1978, Cand. Scient. prófi (M.Sc.) frá Hafnarháskóla árið 1980 með áherslu á grasafræði vatna (þörungafræði) sem hann lauk með Ph.D. gráðu frá vatnalíffræðistofnun sama skóla árið 1990.

Við Hafnarháskóla vann hann að þróun aðferðar til þess að mæla frumframleiðni botnþörunga og mæla framleiðni botnþörunga í Þingvallavatni, að hluta til í samstarfi við fleiri aðila, á árunum 1981 til 1988. Þær rannsóknir voru m.a. styrktar af Vísindasjóði, danska vísindasjóðnum og Carlsberg sjóðnum.  Hann hefur stundað rannsóknir síðan, samhliða liðlega 25 ára starfi við opinbera stjórnsýslu.

Gunnar hefur leitast við að viðhalda fagþekkingu sinni í tímans rás og hefur m.a. í samstarfi við Veiðimálastofnun fylgst með vatnaflóka, þörungategund sem skilgreind hefur verið á alþjóðavettvangi sem ágeng og fyrst var vart við hér á landi um 1993.


Nánar

Magnús Þór Bjarnason
Magnús Þór Bjarnason

Viðskiptafræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, tel: 562 4688, e-mail: mthb@rorum.is

Magnús Þór Bjarnason (f.1975) lauk B.Sc prófi í viðskiptafræði árið 2003 af markaðs- og stjórnuarsviði og Magister gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Gautaborgarháskóla árið 2005.

Eftir nám hóf hann störf hjá Nýsi hf., í fyrstu við verkefnastjórn á sviði markaðs- og sölumála bæði innanlands og erlendis. Hann var ráðinn til þess að vinna fýsileikakönnun á byggingu Iðngarða á Reykhólum og útfæra hugmyndir til atvinnuþróunar í Dalasýslu, en verkefnið sýndi fram á að slík bygging myndi borga sig fyrir samfélagið. Hann hefur unnið við sölu og markaðsstörf á sviði fasteignareksturs á höfuðborgarsvæðinu og nú vinnur hann í heimabæ sínum á á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Magnús hefur áhuga á sjálfbærri í nýttingu náttúruauðlinda til atvinnuuppbygginar og telur að gott samstarfs raunvísindamanna og athafnamanna sé nauðsynlegt til þessa.


Sigmundur Einarsson
Sigmundur Einarsson

Jarðfræðingur, verkefnastjóri hjá RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, sími: 848 4642, netfang: se@rorum.is

Sigmundur Einarsson (f. 1950) lauk BSc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1974.

Sigmundur hefur fjögurra áratuga reynslu af fjölþættum jarðfræðirannsóknum á Íslandi. Hann starfaði m.a. við jarðfræðikortlagningu á Reykjanesskaga 1976-1978, jarðhitarannsóknir víða um land 1978-1987, jarðfræðikortlagningu á Heklusvæði 1989-1992, góðmálmaleit á Norður- og Vesturlandi 1991-1993, náttúruverndargildi  á virkjunarsvæðum 1999-2000, umhverfismat virkjana í Neðri-Þjórsá 2001-2003, virkjunarrannsóknir á Suðurlandi 2003-2006, framkvæmdaeftirlit vegna vegagerðar 2005-2006, mat á verndargildi jarðminja á háhitasvæðum 2007-2009.

Sigmundur hefur m.a. starfaði í 11 ár hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, 10 ár hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, 8 ár hjá Almennu verkfræðistofunni og 4 ár í umhverfisráðuneytinu auk þess sem hann ritstýrði Náttúrufræðingnum um 5 ára skeið. Á síðustu árum hefur hann einkum fengist við mat á verndargildi jarðminja. 


Nánar

Þorgerður Þorleifsdóttir
Þorgerður Þorleifsdóttir

Líffræðingur/rannsóknamaður

Heimilisfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík. Sími: 861-3885, Netfang: thth@rorum.is

Lauk BS- námi í líffræði við Háskóla Íslands 2018. Vann að rannsóknarverkefni „Varptíðni Skötuorms (Lepidurus arcticus)“ í samstarfi við Rorum og Háskóla Íslands. Vann sem rannsóknarmaður á Náttúrustofu Vestfjarða árunum 2005-2013 við ýmsa sýnatöku og vinnslu. Einnig hefur hún góða reynslu af safnavinnu bæði sem leiðbeinandi og safnvörður.


Þorleifur Eiríksson
Þorleifur Eiríksson

Dýrafræðingur, framvæmdastjóri RORUM ehf.

Heimilsfang: Brynjólfsgata 5, 107 Reykjavík, tel: 897 7395, netfang: the@rorum.is

Þorleifur Eiríksson (f. 1956) lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1982, Diplóma í atferlisfræði 1986 og doktorsnámi  1992 frá dýrafræðideild Stokkhólmsháskóla.

Þorleifur hefur unnið að rannsóknum og ráðgjöf í vistfræði og umhverfismálum á mörgum sviðum. Fyrst vann Þorleifur hjá Líffræðistofnun háskólans á námsárunum og árin eftir BS próf. Eftir doktorsnám í Stokkhólmi vann hann m.a. við rannsóknarverkefni hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs og hjá Hólaskóla. 

Á árunum 1997 - 2014 var Þorleifur forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða. Það starf fól í sér umsjón með rannsóknar- og þjónustuverkefnum á víðu sviði líffræði og umhverfismála, t.d. að ritstýra skýrslum um mat á umhverfisáhrifum. Auk þess var Þorleifur verkefnisstjóri í mörgum verkefnum. Síðast var það helst umhverfismál strandsvæða svo sem uppsöfnun lífræns úrgangs frá bæjum og fiskeldi og áhrif þess á lífrikið.


Nánar