Vistfræðirannsóknir


Vistfræðirannsóknir skipa mikilvægan sess í starfsemi RORUM. Reynsla vísindamanna RORUM á því sviði er því mikilvæg og gerir fyrirtækinu kleift að bjóða uppá fjölþætta þjónustu:

  • Rannsókn á botndýralíf fjarða eftir þverun
  • Rannsóknir á lífríki fjörunnar við framkæmdir, s.s. vegaframkvæmdir 
  • Rannsóknir á gróðri fyrir og eftir að framkvæmdum líkur 
  • Rannsóknir og talningi á fuglum fyrir og eftir framkvæmdir
  • Gerð gróðurkorta 

Búrið í Álftafirði sem notað var í rannsókninni
Búrið í Álftafirði sem notað var í rannsókninni
1 af 2

Verkefnið „Áframræktun á hörpudiski á Vestfjörðum“ fékk styrk úr Uppbyggingasjóði Vestfjarða 2019. Tilgangur verkefnisin var að athuga hvort hægt væri að geyma lifandi hörpudisk í búrum til að geta sinnt eftirspurn markaðar og hvort hörpudiskurinn yxi við slíkar aðstæður þannig að hægt væri að stunda áframræktun á smærri skeljum.

Hörpudiski var safnað af kafara á grunnu vatni. Skeljar voru mældar og tekin mynd af efri hlið. Þær voru síðan einstaklingsmerktar og hörpudiskum komið fyrir í búri neðansjávar. Einnig voru diskar teknir til krufningar og vöðvi og kynkirtlar vigtaðir. Eftir að hafa verið geymdir í sjónum voru hörpudiskar mældir aftur. Einnig voru tekin sýni til viðmiðunar við fyrri sýni.

Niðurstöður sýna að diskur á þessu svæði vex hratt og vöðvinn stærri en þekkist annarsstaðar við Ísland. Dauði var meiri en búist var við en þeir hörpudiskar sem lifðu virtust vera hressir og voru ekki með minni vöðva en viðmiðunardiskar.

Skýrslu má nálgast hér.


Fjara
Fjara

Ströndin við Þorlákshöfn var skoðuð vegna hugsanlegra áhrifa frárennslis frá seiðaeldi.

Við ströndina er helluhraun sem gengur í sjó fram og er brúnin 10-15 m há. Ströndin er vogskorin og ganga litla víkur inn í klettabeltið.

Fjaran er brimasöm kletta- og hnullungafjara. Í hnullungafjörum sem þessum eru lífsskilyrði erfið þar sem brim hendir hnullugum stöðug til. Eitthvað af þörungum sést ofan á ytri klöppum og þörungaskán neðst á klettunum næst landi.

Myndir


Markmið verkefnisins er að athuga hvort möguleg fylgni sé á milli fjölda einstaklinga af mismunandi tegundum botndýra sem byggja upp botnsamfélög í grennd við fiskeldisstöðvar. Verkefnið er unnið sem BS-verkefni í gegnum Háskóla Íslands.


1 af 4

Markmið verkefnisins er að kanna hvort sömu breytingar, ef einhverjar, hafa orðið á botndýralífi utan og innan brúarinnar í Dýrafirði.  

 Í fyrri rannsókn voru viðmiðunarstöðvar teknar fyrir utan brúarstæðið áður en fjörðurinn var þveraður, en þær stöðvar voru ekki endurteknar á árunum 2006–2007 . Í þessari rannsókn er áherslan á að rannsaka þessar tvær stöðvar og tvær stöðvar innan þverunar til samanburðar. Sýnataka á þessum stöðvum var því endurtekin 31 ári eftir að upphaflegsýni eru tekin.

 


Mynd eftir Per Harald Olsen - hans eigið verk, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=30557966
Mynd eftir Per Harald Olsen - hans eigið verk, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=30557966
1 af 3

RORUM hefur fengist við athuganir á skötuorminum (Lepidurus arcticus) sem er krabbadýr og stærsti hryggleysinginn í ferskvatni á Íslandi. Skötuormurinn er norræn tegund, rándýr og hrææta, einær og lifir jafnt sem í djúpum vötnun og grunnum tjörnum. Hann finnst á heiðum uppi og á láglendi. 

Í Náttúrufræðingnum 91, 2021, komu út tvær greinar um skötuorminn og RORUM kom að þeim báðum.

Þorleifur Eiríksson, Þorgerður Þorleifsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist fjalla um útbreiðslu skötuorms á Íslandi í grein sem ber heitið Huldudýr á heiðum uppi – útbreiðsla skötuorms á Íslandi. Í greininni er stuðst við rannsóknir, munnlegar heimildir og aðrar heimildir. Sjá má kort yfir útbreiðslu skötuormsins og fleiri greiningar.

Þóra Hrafnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir fjalla um bræðing lista og vísinda þegar höfundar fóru ásamt hollenskum listmanni og ljósmyndara til að taka myndir af skötuorminum. Greinin heitir Skötuormurinn og listamaðurinn – ferðasaga

Þorgerður Þorleifsdóttir rannsakaði ásamt öðrum varphegðun skötuormsins. Unnin var BS ritgerð í líffræði og veggspjald. Um niðurstöður rannsóknarinnar segir á veggspjaldinu "Rannsóknin bendir til þess að líkamsstærð hafi áhrif á hegðun dýrsins og ákvarði bæði hversu mörgum eggjum er verpt hverju sinni og hversu oft. Stærri dýrin eru því líklega frjósamari og með meiri æxlunarárangur en þau minni. Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á þetta hjá þessari tegund. Ýmislegt annað í umhverfi dýrsins og þroska skiptir eflaust einnig máli í þessu samhengi"

Veggspjaldið má skoða hér.