Kristján Lilliendahl Ph.D

Fuglafræðingur, verkefnastjóri hjá Rorum ehf.

Heimilisfang: Sundaborg 1, 104 Reykjavík, netfang: kl@rorum.is

Kristján Lilliendahl (f. 1957) lauk B. Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1982, B.Sc. Hons. prófi í líffræði frá sama skóla 1990 og doktorsprófi (Ph. D) í dýrafræði frá háskólanum í Stokkhólmi 1997.

Á tímabilinu frá 1981 til 1990 starfaði Kristján við vistfræðirannsóknir hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands og sem aðstoðarkennari hjá Líffræðiskor. Kristján starfaði sem sérfræðingur í rannsóknum á sjófuglum á Hafrannsóknastofnun á árunum 1994 til 2014. Áhersla var lögð á athuganir á fæðu ýmissa tegunda sjófugla og tengsl fuglanna við nytjategundir sjávar. Frá 2015 hefur Kristján sinnt ritstörfum og ýmsum tilfallandi rannsóknum og verkefnum á sviði vistfræði.