Loftmyndir úr loftmyndasafni Landmælinga

6. janúar 2022 eftir

Loftmyndir eru til margra hluta nytsamlegar. Þær má nota til að greina breytingar á landnotkun, breytingar á árfarvegum, lækjum, gróðurþróun, byggðaþróun og margt fleira. 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands er skemmtilegt fyrir grúskara sem og fagmenn. Í safninu er skráð gríðarlegt magn loftmynda og margar hverjar er búið að skanna inn svo að hægt er að skoða þær á vefnum og einnig hægt að hala þeim niður sem jpg eða tif (sem er gott fyrir myndvinnslu og greiningar í landupplýsingaforriti). 

 

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands

Hér eru dæmi um nokkrar loftmyndir sem finna má í safni Landmælinga.