Regnbogi

24. nóvember 2021 eftir

Glæsilegur regnbogi birtist yfir Sundahöfn um daginn. Regnbogi er merkilegt fyrirbæri og hefur táknað ýmislegt í gegnum tiðina, brú til Ásgarðs, tákn Guðs um að hann muni ekki aftur koma á syndaflóði, Regnbogi er hljómsveit og tákn réttindabaráttu samkynhneigðra. 

Í upphafi er regnboginn auðvitað náttúrulegt fyrirbæri eða eins og wikipedia orðar það:  

ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.

          https://en.wikipedia.org/wiki/Rainbow

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má einnig lesa um regnbogann og þar segir m.a. 

 Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.

https://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/skyfyrirbaeri/regnbogi

Hér er fróðleikur um regnboga

http://www.atoptics.co.uk/bows.htm