Staða þekkingar á fiskeldi í sjó – Málstofa

20. mars 2019 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Málstofa um Stöðu þekkingar á fiskeldi í sjó verður haldin af hinu íslenska náttúrufræðifélagi mánudaginn næstkomandi 25. mars 2019 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (Stofu 132) kl. 17:15. 

Kynnt verður vísindaleg þekking á hugsanlegum áhrifum fiskeldis á umhverfið með áherslu á upplýsingar, fróðleik og tækifæris til umræðna. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal.  

þrjú stutt erindi verða flutt og eftir það umræður á pallborði og sal. 

Erindin flytja:

Leó Alexander Guðmundsson, erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Sólveig Rósa Ólafsdóttir, hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Árni Kristmundsson, sníkjudýrasérfræðingur á Keldum.

Á pallborði munu sitja:

Þorleifur Eiríksson, RORUM
Rakel Guðmundsdóttir, Hafrannsóknastofnun
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Fræðasetur Háskóla Íslands, Vestfjörðum
Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum
Stefán Óli Steingrímsson, Háskólinn á Hólum
Erna Karen Óskarsdóttir, Mast

Fundarstjóri er Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.

Kynningarblað um íslenskan strandbúnað

20. mars 2019 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Í dag kom út kynningarblað um íslenskan strandbúnað í Fréttablaðinu (20. mars 2019) þar sem talað er við Þorleif Eiríksson, framkvæmdastjóra Rorum, um fiskeldi. Blaðið er gefið út í tilefni þriðju árlegu Strandbúnaðarráðstefnuni sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars næstkomandi. 

Hægt er að lesa greinina hér

Strandbúnaður 2019

14. mars 2019 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

 

Ráðstefnu heftið fyrir Strandbúnaðar ráðstefnuna 2019 er komið út. Ráðstefnan verður haldin 21.-22. mars. Þorleifur Eiríksson hjá Rorum er formaður stjórnar Strandbúnaðar sem skipuleggur ráðstefnuna.

Þorleifur verður með erindi um "Niðurbrot lífræns efnis undir sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma". 

Ráðstefnu heftið má skoða hér

Fiskirækt - Náttúruvernd eða landbúnaður

8. mars 2019 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Greinin "Fiskirækt - Náttúruvernd eða landbúnaður" eftir Þorleif Ágústssonog Þorleif Eiríksson var birt í dagblaðinu Vikudagur (7. mar 2019 bls: 13). 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu (27.02.2019, bls:21) og einnig í Fiskeldisblaðinu (27.02.2019) og Bæjarins besta (28.02.2019).

Hægt er að lesa greinina hér

Fiskirækt- Náttúruvernd eða landbúnaður?

1. mars 2019 eftir Þorgerður Þorleifsdóttir

Greinin Fiskirækt - Náttúruvernd eða landbúnaður? eftir Þorleif Ágústsson, samstarfsaðila Rorum, og Þorleif Eiríksson var birt í dagblaðinu Bæjarins Besta (28. feb. 2019). 

Aðrar birtingar.