Þorleifur Ágústsson Ph.D
Fiskalífeðlisfræðingur PhD., Rannsóknastjóri RORUM ehf.
Heimilsfang: Sundaborg 1, 104 Reykjavík, netfang: tha@rorum.is
Þorleifur Ágústsson (f. 1966) lauk BSc. Prófi í líffræði 1993 frá Háskóla Íslands, BSc. Honors í fiskalífeðlisfræði frá Gautaborgarháskóla 1994 og doktorsnámi (PhD) í fiskalífeðlisfræði frá Gautaborgarháskóla 2001.
Að námi loknu starfaði Þorleifur hjá Íslenskri Erfðagreiningu við rannsóknir í 3 ár áður en hann hóf störf hjá Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins, síðar Matís, við fiskeldisrannsóknir. Þorleifur hefur yfir 20 ára reynslu á sviði rannsókna og stýrt fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði fiskeldis- og umhverfismála. Frá 2014 til 2019 var Þorleifur yfirmaður rannsókna á sviði sjávarvistfræði hjá IRIS (NORCE) í Stavanger í Noregi.