Þorleifur Eiríksson og Guðmundur Víðir Helgason. 2018. Hryggleysingjar á botni Fáskrúðsfjarðar. RORUM 2018 003b

Þorleifur Eiríksson og Guðmundur Víðir Helgason. 2018. Hryggleysingjar á botni Fáskrúðsfjarðar. RORUM 2018 003b

Vegna vinnu við vöktunaráætlun óskaði Fiskeldi Austfjarða (kt: 520412-0930) eftir því að RORUM gerði rannsókn á hryggleysingjum á botni Fáskrúðsfjarðar. Sýnatökustaðir voru valdir í samræmi við ISO 12878:2012 staðalinn á fyrirhuguðum eldissvæðum Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði. Ekki náðust sýni á einu svæði út af hörðum botni, en þar voru teknar myndir af botninum til staðfestingar botngerðinni. Í skýrslunni er yfirlit yfir tegundir og hópa sem fundust í rannsókninni. Botndýralíf á einstökum svæðum í Fáskrúðsfirði sker sig ekki frá nálægum svæðum og því verða ekki varanleg neikvæð áhrif vegna fiskeldis þar sem fyrri fjölbreytileika verður náð eftir hvíld.