Hnitsetning jarða og uppskipting


Dæmi um landamerki sem búið er að hnitsetja svo afmörkun jarðar sést vel.
Dæmi um landamerki sem búið er að hnitsetja svo afmörkun jarðar sést vel.
1 af 2

RORUM tekur að sér hnitsetningu landamerkja og nýtir til þess nýjustu tækni svo að mælingar eru mjög nákvæmar.

RORUM annast uppskiptingu á jörðum, veitir ráðgjöf og útbýr afmörkun á nýrri jörð.

RORUM aðstoðar viðskiptavini við ferlið frá upphafi til enda og sér um samskipti við stofnanir.

RORUM útbýr nauðsynleg skjöl, svo sem uppdrætti, mæliblöð, kort og hnitaskrár auk annarra gagna sem nauðsynleg eru.

 

Verkefnisstjóri hnitsetninga jarða og uppskiptinga er Adam Hoffritz, ah@rorum.is S: 837-6177.


Skrefin í ferlinu
Skrefin í ferlinu

Ferlið sem fylgir því að hnitsetja landamerki og, eftir atvikum, stofna nýjar jarðir getur vafist fyrir fólki. Hér er ferlið útskýrt í stuttu máli.

  1. Fyrst skref er að hafa samband við fagmann sem tekur niður upplýsingar um jörðina og byrjar að afla gagna, sem geta t.d. verið hnitaskrár fyrir aðliggjandi jarðir, landamerkjabréf, kaupsamningar og annað sem kann að skipta máli.
  2. Næst skref felst í því að fara á vettvang og mæla jörðina. Það verk tekur mislangan tíma eftir aðstæðum. Atriði sem hafa áhrif eru til dæmis stærð jarðar, hvort búið er að hnitsetja aðliggjandi jarðir og hvort ganga þurfi skurði. Er auðvelt að komast um landið?
  3. Þriðja skref er úrvinnsla mæligagna. GPS hnitin eru færð yfir í landupplýsingaforrit og jörð og lóðir teiknaðar upp.
  4. Næst er að útbúa svokallað mæliblað sem einnig er þekkt sem uppdráttur. Mæliblað er kort sem sýnir legu jarðarinnar, aðgengi að jörðinni frá vegi, stærð hennar, hnit punkta, heiti hennar og landnúmer ásamt heitum og landnúmerum aðliggjandi jarða. Vísa þarf í skjöl sem liggja að baki afmörkun og fleira. Allt sem þarf til að sýna að þetta sé sannarlega rétt jörð á réttum stað og að að baki vinnunni liggi traustar heimildir.
  5. Fimmta skref er að senda mæliblaðið til byggingarfulltrúa sem leggur til lagfæringar ef þarf. Þegar byggingarfulltrúi samþykkir blaðið er það tekið til afgreiðslu og samþykkt.
  6. Eftir samþykki byggingarfulltrúa þurfa eigendur og eigendur nærliggjandi jarða að skrifa undir mæliblaðið og samþykkja þar með allt sem þar kemur fram.
  7. Eftir undirskrift er mæliblaðið sent aftur til sveitarfélagsins þar sem það fær lokaafgreiðslu. Frá sveitarfélaginu fer blaðið til Þjóðskrár Íslands.

 

Þegar þessu er lokið er búið að afmarka og stofna nýja jörð eða búið að hnitsetja fyrirliggjandi afmörkun jarða.

Ferlið tekur mislangan tíma en nokkrir mánuðir geta liði frá hnitsetningu á vettvangi og þar til ferlinu er lokið.

 

RORUM tekur að sér að hnitsetningu jarða og vinnur verkið hratt og örugglega og er viðskiptavinurinn upplýstur um helstu skref eftir því sem verkinu miðar áfram.


Mælitæki RORUM við hornpunkt þriggja jarða.
Mælitæki RORUM við hornpunkt þriggja jarða.
1 af 3

Enn á eftir að hnitsetja landamerki fjölmargra jarða á Íslandi. Það er þarft verk að hnitsetja landamerki og margt sem græðist á því. Hnitsetning landamerkja er einskonar skoðun á landamerkjum. Farið er í saumana á landamerkjum, kafað ofan í heimildir og rætt við ábúendur og staðkunnuga. 

Hnitsetning landamerkja fer oftast þannig fram að mælimaður fer á vettvang og gengur á landamerkin sem er mis tímafrekt verk eftir eðli landamerkja. Einnig skiptir máli hvort búið er að hnitsetja nærliggjandi jarðir. Hnitsetning þarf að vera nákvæm og er alla jafna notaður tækjabúnaður sem bíður upp á nákvæmni undir 0.5 m. 

Eftir vettvangsvinnu er unnið úr mælingum og útbúið svokalla mæliblað. Mæliblað, eða uppdráttur, sýnir afmörkun jarðarinnar ásamt landnúmeri og stærð. Mæliblað sýnir einnig afmörkunarhnitin í landshnitakerfi Íslands og hvaða heimildir stuðst var við. Einnig eru upplýsingar um hver það var sem mældi og upplýsingar um nákvæmni mælinga. Þá er einnig pláss fyrir undirskriftir eiganda nærliggjandi jarða þar sem þeir þurfa að samþykkja hnitsetninguna sem rétta. 

Þegar búið er að útbúa mæliblað er það sent til skipulagsfulltrúa sveitarfélags og seinna sveitarstjórnar. Seinast í ferlinu fer skjalið til Þjóðskrár Íslands sem birtir afmörkunina í landeignavefsjá


Trimble mælitæki
Trimble mælitæki
1 af 3

Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að mæla upp land, hversu stórt sem það er. Þegar talað er um að mæla upp land er talað um að taka GPS hnit við horn við útmörk svæðis og nota hnitin til að teikna svæðið upp í landupplýsingaforriti. Þar má mæla stærð og gera ýmislegt fleira.

Af hverju að mæla upp land? Það getur verið gott að vita nákvæma afmörkun og stærð á garði þegar farið er í framkvæmdir. Það er gott að vita stærð ræktunargarðs þegar huga þarf að sáningu og áburði. Með nákvæmari mælingu er auðveldara að skipta svæðum upp á nákvæman máta.

Margir reka sig á að lóðablöð fyrir hús og garð virðast ekki stemma við raunveruleikann. Með nákvæmri mælingu má sannreyna lóðablöðin og ef þau reynast röng er hægt að nýta nýju mælinguna til að senda inn leiðréttingu til viðeigandi sveitarfélags

RORUM tekur að sé hvers konar mælingar á landi, hvort sem það er húsagarður, tún, kartöflugarður eða matjurtagarður, bílastæði eða eitthvað annað. RORUM getur einnig mælt staðsetningu hluta eins og ljósastaura, hornsteina, trjáa og fleira. Það er hægt að mæla flest og með nýjustu tækni getur RORUM mælt niður á sentímetra. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið að fá slíka mælingu. Hjá RORUM er markmiðið að slík þjónusta sé aðgengileg og á góðum kjörum. 

Hafðu samband við verkefnisstjóra RORUM á sviði landupplýsinga, Adam Hoffritz ah@rorum.is til að fá verðhugmynd.