Flokkun landbúnaðarlands hjá RORUM

3. nóvember 2021 eftir

Ein þeirra greininga sem RORUM getur unnið er flokkun landbúnaðarlands

Ísland er landbúnaðarland og eru sveitarfélög landsins mörg hver að stórum hluta landbúnaðarland af mismunandi gerð og gæðum. Nýverið voru gefnar út Leiðbeiningar um flokkun landsbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Tilgangur leiðbeininganna er að stuðla að því að kortlagning á landbúnaðarlandi verði samræmd milli sveitarfélaga. Þannig verða til áreiðanlegri upplýsingar þvert á sveitarfélög og seinna mun fást samræmt yfirlit á landsvísu.

Sú aðferð sem leiðbeiningarnar leggja til er í grunninn fjölbreytugreining þar sem mismunandi gagnasett eru borin saman til að fá eina grunnþekju. Nánar má lesa um aðferð RORUM um flokkun landbúnaðarlands hér

Verkefnisstjóri kortagerðar- og landupplýsingar hjá RORUM er Adam Hoffritz, netfang: ah@rorum.is.