Rorum hlýtur tvo styrki úr Umhverfissjóði sjókvíeldis.

5. apríl 2018 eftir

Nýlega tilkynnti Umhverfissjóður sjókvíaeldis  um styrkúthlutanir fyrir árið 2018. Alls fengu þrettán verkefni styrk og af þeim er Rorum með tvö verkefni. Annars vegar er það Ný aðferð til að greina sjónræn áhrif sjókvía sem hlaut 1,5 milljónir króna og er verkefnið unnið í samstarfi við Laxa fiskeldi ehf. Verkefnisstjóri er Adam Hoffritz.

Hins vegar er það verkefnið Niðurbrot lífræns efnis úr sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma. Það hlaut 8 milljónir króna og er samstarfsverkefni Rorum ehf., Háskóla Íslands, IRIS AS, Háskólans á Akureyri, ECOBE hjá háskólanum í Antverpen og Fiskeldis Austfjarða. Verkefnisstjóri er Þorleifur Eiríksson.

Nánar má lesa um úthlutanir sjóðsins hér.