Starfsmenn RORUM meðhöfundar að tveimur greinum um skötuorminn í Náttúrufræðingnum

3. febrúar 2022 eftir

Nýlega kom Náttúrufræðingurinn út og eru þar tvær greinar um skötuorminn og kemur RORUM að þeim báðum. 

Þorleifur Eiríksson, Þorgerður Þorleifsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist fjalla um útbreiðslu skötuorms á Íslandi í grein sem ber heitið Huldudýr á heiðum uppi – útbreiðsla skötuorms á Íslandi. Í greininni er stuðst við rannsóknir, munnlegar heimildir og aðrar heimildir. Sjá má kort yfir útbreiðslu skötuormsins og fleiri greiningar.

Þóra Hrafnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir fjalla um bræðing lista og vísinda þegar höfundar fóru ásamt hollenskum listmanni og ljósmyndara til að taka myndir af skötuorminum. Greinin heitir Skötuormurinn og listamaðurinn – ferðasaga