Viðtal við 200 mílur

10. apríl 2018 eftir Thorleifur Eiriksson

Á dögunum hringdi blaðamaður Morgunblaðsins í verkefnastjóra okkar, Evu Dögg Jóhannesdóttur til að fræðast um stöðu lúsasmits á laxfiskum. Eva er búsett á Tálknafirði og vinnur um þessar mundir að meistaraverkefni sínu við Háskólann á Hólum sem fjallar um lúsasmit á villtum laxfiskum á Vestfjörðum. Hefur hún nú haldið tvenna fyrirlestra um það, annars vegar á ráðstefnu Vistfræðiráðstefnu Íslands og hins vegar á ráðstefnu Strandbúnaðar sem báðar voru haldnar í síðasta mánuði. 

Fjölgun lúsa á villtum laxfiskum á svæðum með sjókvíaeldi á laxi er vel þekkt erlendis og eitt af áskorunum slíks eldis. Hún skaðar bæði vilta fiska sem eldisfiska og hefur valdið töuverðu tjóni í eldi. Með vaxandi sjókvíaeldi er því gífurlega mikilvægt að fylgjast með stöðu mála með reglulegum og skipulögðum vöktunum á villtum stofnum.  

Það er ánægjulegt og mikilvægt að fréttamiðlar hafi áhuga á slíkum rannsóknum og taki bæði viðtöl og nálgist upplýsingar hjá sérfræðingum. En viðtal við hana í Morgunblaðinu birtist í blaðauka blaðsins 200 mílur þann 6. apríl sl. á prenti.